Börn voru flutt til á barnaspítala vegna aðgerða sýslumanns

Barnið var tekið með valdi, af lögreglu og fulltrúa sýslumanns, …
Barnið var tekið með valdi, af lögreglu og fulltrúa sýslumanns, og færður til föður í byrjun júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landspítalinn hefur sent sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu bréf vegna atburða sem áttu sér stað innan veggja Barnaspítala Hringsins í byrjun júní þar sem 10 ára langveikur drengur var sóttur af lögregluþjónum og fulltrúa sýslumanns og færður föður sínum, gegn hans vilja.

Aðgerðirnar stóðu yfir í margar klukkustundir og veitti barnið töluverða mótspyrnu.

Samkvæmt öruggum heimildum mbl.is er í bréfinu farið yfir þá miklu röskun sem aðgerðirnar ollu á stafsemi barnaspítalans. Meðal annars þurfti að flytja börn á milli deilda vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust við aðgerðirnar. 

Á efni sem deilt var á Facebook-síðunni Líf án ofbeldis frá aðgerðunum mátti sjá að byrgt hafði verið fyrir glugga, umferð á göngum stöðvuð og heyra mátti öskur í barninu. Þá áttu sér stað hávær orðaskipti á milli fulltrúa sýslumanns og aðstandenda barnsins og annarra aðgerðasinna. 

Óska eftir fundi

Í bréfinu frá Landspítalanum óskað stjórnendur hans eftir fundi með sýslumanni til að fara yfir áhyggjur stjórnenda af málinu. Þá hefur mbl.is öruggar heimildir fyrir því að málið hafi vakið ugg á meðal stjórnenda Landspítalans sem eru verulega hugsi yfir atburðunum og þeirra áhrifa sem þeir höfðu á starfsemi spítalans og á sjúklinga sem liggja á barnaspítalanum. Telja þeir brýnt að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert