Börnin kannski að hugsa eitthvað allt annað

Leikskólinn Víðivellir stendur við blokkina sem maðurinn skaut frá.
Leikskólinn Víðivellir stendur við blokkina sem maðurinn skaut frá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á ann­an tug ein­stak­linga hef­ur leitað sér áfalla­hjálp­ar með því að hringja í hjálp­arsíma Rauða kross­ins eft­ir skotárás­ina við Miðvang í Hafnar­f­irði á miðviku­dag. Þá hafa ein­hverj­ir þurft á frek­ari stuðningi að halda og hafa þeir fengið áfallaviðtal og fyrstu hjálp hjá viðbragðsteymi Rauða kross­ins.

Þetta seg­ir Elfa Dögg S. Leifs­dótt­ir, sál­fræðing­ur og teym­is­stjóri heil­brigðis­verk­efna hjá Rauða kross­in­um, í sam­tali við mbl.is. Hún bend­ir á að Rauði kross­inn sé í fyrsta viðbragði og að fólki sé bent á að hafa sam­band sím­leiðis í núm­erið 1717, þurfi það á stuðningi að halda. Sum­um reyn­ist nóg að fá sál­ræn­an stuðning í gegn­um síma, en þurfi fólk frek­ari stuðning taki viðbragðsteymið við.

Bys­sumaður­inn skaut á tvo bíla en í öðrum þeirra voru faðir og sex ára son­ur hans. Í viðtali við RÚV í gær sagðist faðir­inn hafa verið verið á leið með son sinn á leik­skól­ann Víðivelli þegar skotið var á bíl­inn, en leik­skól­inn stend­ur við fjöl­býl­is­húsið sem bys­sumaður­inn var stadd­ur inni í.

Mikill viðbúnaður var vegna byssumannsins.
Mik­ill viðbúnaður var vegna bys­su­manns­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Gott að leyfa börn­un­um að spyrja sjálf

Rauði kross­inn var beðinn um að koma og ræða við starfs­fólk leik­skól­ans Víðivalla, en þegar skotárás­in átti sér stað voru 17 börn mætt og 21 starfsmaður mætt­ur til vinnu.

„Þá er farið yfir al­geng viðbrögð þegar svona geng­ur á. Þegar fólk lend­ir í svona aðstæðum. Líka hverju má bú­ast við í fram­hald­inu og hvernig má styðja við börn­in,“ seg­ir Elfa.

Rauði kross­inn veit­ir svona ung­um börn­un­um ekki áfalla­hjálp held­ur kem­ur með leiðbein­ing­ar og fræðslu um hvernig á að nálg­ast börn­in og svara spurn­ing­um þeirra.

„Nú eru þetta svo ung börn. Við kom­um með nokkra punkta um hvernig má styðja við börn­in og leyfa þeim að tjá sig á sín­um for­send­um. Á þess­um aldri þá fer það meira í gegn­um for­eldr­ana og þá sem eru í þeirra dag­lega lífi. Börn bregðst öðru­vísi við en full­orðnir við svona at­vik­um,“ út­skýr­ir Elfa.

Mik­il­vægt sé að hafa þroska­stig barn­anna í huga og vera ekki að gefa of mikl­ar upp­lýs­ing­ar held­ur frek­ar spyrja hvort þau hafi ein­hverj­ar spurn­ing­ar. Sér­stak­lega eigi það við eldri börn­in sem eru meðvitaðri en þessi yngri.

„Spyrja þau frek­ar: „Er eitt­hvað sem þú vilt spyrja?“ eða „Ertu að hugsa eitt­hvað sér­stakt?“ held­ur en að koma með langa rullu um hvað hef­ur gerst. Þau eru kannski að hugsa eitt­hvað allt annað en við höld­um.“

Aðspurð seg­ir Elfa að enn sem komið er hafi leiðbein­ing­ar varðandi stuðning við börn­in ein­göngu farið í gegn­um starfs­fólkið á leik­skól­an­um en ekki for­eldr­ana.

„Svo er kerfið þannig það er sér­stakt áfallat­eymi inn­an Hafn­ar­fjarðar sem mun taka við þess­um bolta og styðja eft­ir þörf­um við leik­skól­ann og þá sem þurfa.“

Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps.
Skotárás­in er rann­sökuð sem til­raun til mann­dráps. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eðli­legt að finna fyr­ir van­líðan 

Elfa seg­ir gott að fólki leiti sér stuðnings, enda geti at­vik sem þetta haft veru­leg áhrif á líðan fólks og hræðslu­viðbrögð geti gert vart við sig í ein­hverja daga á eft­ir.

„Það er orðið viður­kennd­ara í dag að svona at­vik hafa áhrif á mann og í raun og veru er það eðli­legt. Það er ekki óðeðli­legt að maður finni fyr­ir van­líðan þegar maður stend­ur frammi fyr­ir ein­hverju skelfi­legu. Þegar það er svona ógn þá eru sum­ir sem upp­lifa hrein­lega lífs­hættu.“

Fólki líði þó alltaf bet­ur þegar allt fer vel eins og á miðviku­dag­inn. Það upp­lifi meira ör­yggi eft­ir að búið er að ná tök­um á ástand­inu.

„En þó að allt fari vel þá fara öll kerf­in okk­ar af stað, lífeðlis­legu kerf­in; „fig­ht, flig­ht or freeze.“ Það tek­ur lík­amann og hug­ann dá­lít­inn tíma að róa sig niður. Það ger­ist á næstu dög­um eft­ir slík­an at­b­urð. Þá er fólk meira á varðbergi.“

Elfa seg­ir það hlut­verk viðbragðsteym­is Rauða kross­ins að hjálpa fólki að ná utan um þetta og skilja að um sé að ræða eðli­legt ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert