Eitthvað í gangi sem ekki hefur sést í áratugi

Horft til suðurs yfir Langjökul.
Horft til suðurs yfir Langjökul. mbl.is/RAX

Páll Ein­ars­son, jarðeðlis­fræðing­ur og pró­fess­or emer­it­us, seg­ir skjálfta af því tagi sem urðu í gær­kvöldi und­ir Lang­jökli óal­genga á því svæði.

„Þarna und­ir miðjum Lang­jökli eru nú skjálft­ar ekki al­geng­ir,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Um er að ræða vest­ara gos­belti lands­ins sem geng­ur upp frá Hengli að Lang­jökli, fleka­skil sem hann seg­ir að séu deyj­andi.

„Þetta er svona grein af fleka­skil­un­um sem er nú eig­in­lega deyj­andi. Hún er hægt og ró­lega að gefa upp önd­ina.“

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emerítus.
Páll Ein­ars­son, jarðeðlis­fræðing­ur og pró­fess­or em­er­ít­us. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Hef­ur tíðkast aust­an meg­in

Páll seg­ir að al­mennt sé viðvar­andi skjálfta­virkni vest­ar en stærsti skjálft­inn, sem mæld­ist 4,6 að stærð, það er við Kalda­dal og Geit­lands­jök­ul. Þá hef­ur skjálfta­virkni aust­an meg­in einnig tíðkast.

„Það var skjálfti þarna í apríl og ann­ar í maí. Þannig það er eitt­hvað í gangi þarna und­ir jökl­in­um sem hef­ur ekki verið í gangi síðustu ára­tugi.“

Skjálftinn varð undir Langjökli í gærkvöldi.
Skjálft­inn varð und­ir Lang­jökli í gær­kvöldi. Kort/​map.is

Síðasta gos við land­nám

Hann árétt­ar þó að sé um að ræða deyj­andi fleka­skil – fram­hald af Þing­vallafleka­skil­un­um sem grein­ast við Hengil, sum­sé fleka­skil­in milli Norður-Am­er­íkuflek­ans og ís­lenska Hreppaflek­ans.

Var mikið um eld­virkni þarna fyr­ir ein­hverj­um ár­hundruðum?

„Síðasta gos á þessu svæði er eig­in­lega það sem bjó til Hall­mund­ar­hraun,“ seg­ir Páll, þar sem meðal ann­ars finna Surts­helli. Talið er að það gos hafi verið á 10. öld.

„Bara rétt við upp­haf Íslands­byggðar. Þá varð stórt gos þarna, svo­lítið norðar, við jaðar Lang­jök­uls. Það er síðasta gos sem eitt­hvað kveður að, á þess­ari grein fleka­skil­anna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert