Endurupptaka breyti ekki endilega niðurstöðunni

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjarnefndar.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjarnefndar.

Ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu, um að staðfesta yfirlýsingu íslenska ríkisins um rétt fjórtán kærenda til að fá mál sín endurupptekin, er ekki áfellisdómur yfir íslensku réttarkerfi þó ferlið sé bagalegt, að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, formanns allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Eðlilegt er að öll fjórtán málin, sem dæmd voru af Landsréttardómurunum fjórum sem skipaðir voru af Sigríði Á. Andersen þáverandi dómsmálaráðherra, fái sömu meðferð að mati Bryndísar. 

„Það er ekki ólíklegt að einhverjir láti á það reyna að fá mál sín endurupptekin. Það er samt rétt að hafa í huga að það að sækja um endurupptöku vegna formgalla er að mínu mati ólíklegt til að breyta niðurstöðu dómsins, enda voru þetta allt hæfir dómarar sem dæmdu í málunum. Þrír þeirra voru skipaðir aftur.“

Þá segir hún að í þessu felist óneitanlega kostnaður fyrir ríkissjóð sem sé óheppilegt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka