Fálkapar er að koma upp ungum í gömlum hrafnslaupi

Karlfuglinn sér að mestu um veiðarnar á varptímanum og á …
Karlfuglinn sér að mestu um veiðarnar á varptímanum og á meðan ungarnir eru að braggast. Þegar líður að varpi hefur kerlingin hægt um sig og safnar kröftum en karlfuglinn ber mat í hana, oft rjúpur mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Tveir fálkaungar eru að alast upp í fálkahreiðri á ónefndum stað á Norðvesturlandi. Hreiðrið er í gömlum hrafnslaupi. Ungarnir fylgdust vel með þegar annað foreldrið brá sér af bæ í veiðiferð. Ljósmyndarinn sat í öruggri fjarlægð frá hreiðrinu og lét lítið fyrir sér fara til að trufla ekki fálkana. Þá flugu framhjá tveir skúfandarsteggir.

„Allt í einu flýgur fálkinn af stað og kemur með önd í matinn,“ segir Guðlaugur J. Albertsson. Fálkavarp virðist fljótt á litið hafa gengið ágætlega í vor, að sögn Ólafs K. Nielsen, vistfræðings og rjúpna- og fálkasérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Hann segir að fálkar verpi í skútum, syllum eða hrafnslaupum.

Lengri umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka