Fjöldi vefsvæða lá niðri

Fjöldi fyrirtækja og stofnana gæti fundið fyrir bilunum sem upp …
Fjöldi fyrirtækja og stofnana gæti fundið fyrir bilunum sem upp komu hjá Advania.

Fyrr í dag upp­götvaðist bil­un í netþjón­ustu í hýs­ing­ar­um­hverfi Advania sem hef­ur valdið því að hluti viðskipta­vina fyr­ir­tæk­is­ins, þar á meðal op­in­ber­ir aðilar, fundu fyr­ir trufl­un­um á neti í dag. Þetta seg­ir Þóra Tóm­as­dótt­ir, fjöl­miðlafull­trúi Advania.

Þóra seg­ir að ef fyr­ir­tæki eða stofn­an­ir sem eru í viðskipt­um við Advania finna fyr­ir trufl­un­um á neti þá sé bil­un­in ástæða þess. Þá lágu einnig niðri vefsvæði dóm­stóla lands­ins.

„Sér­fræðing­ar Advania hafa greint vand­ann og vinna hörðum hönd­um að úr­lausn hans,“ seg­ir hún og bæt­ir við að aðgerðum miði í rétta átt. Hluti vefsvæðanna, þar á meðal vef­ur stjórn­ar­ráðsins, er kom­inn í lag.

Fara í grein­ing­ar­vinnu á síðari stig­um

„Okk­ur þykir þetta mjög leitt og við biðjumst vel­v­irðing­ar á trufl­un­um sem þetta get­ur haft í för með sér.“ Frek­ari upp­lýs­ing­ar um bil­un­ina má finna á advania.info. 

Hvernig get­ur þetta gerst? 

„Ég í raun get ekki sagt meira um málið að svo stöddu. Við för­um í grein­ing­ar­vinnu á síðari stig­um,“ seg­ir hún og þá gæti verið frek­ari skýr­inga að vænta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert