Gott að það sé komin staðfesting

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir gott að nú sé loks búið að staðfesta yf­ir­lýs­ingu rík­is­ins, um að viður­kenna brot gegn fjór­tán kær­end­um í mál­um sem dæmd voru af ein­hverj­um þeirra fjög­urra dóm­ara sem Sig­ríður Á. And­er­sen, skipaði við Lands­rétt á sín­um tíma.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu birti í gær ákvörðun sína um að staðfesta yf­ir­lýs­ingu rík­is­ins, sem fel­ur í sér að greidd­ar verði fjög­ur þúsund evr­ur til hvers og eins kær­anda í máls­kostnað. Þar að auki eiga all­ir kær­end­ur þann kost að krefjast end­urupp­töku máls síns hjá end­urupp­töku­dómi. 

Katrín kveðst ekki geta metið hvort lík­legt sé að kær­end­ur nýti sér þann rétt. Meðal þeirra sem yf­ir­lýs­ing­in tek­ur til eru Jens Guðmunds­son, sem var dæmd­ur í fimmtán mánaða fang­elsi fyr­ir brot í starfi sem rann­sókn­ar­lög­reglumaður, Eld­in Sko­ko og Fjöln­ir Guðsteins­son, sem voru sak­felld­ir fyr­ir nauðgun, og Ottó Örn Þórðar­son, sem hlaut dóm fyr­ir smygl á am­feta­míni. 

Eft­ir­fylgni máls dóms­málaráðherra

Þá vís­ar Katrín frek­ari spurn­ing­um á dóms­málaráðuneytið, enda sé um eft­ir­fylgni máls að ræða, sem heyri und­ir það ráðuneyti. 

Íslenska ríkið gerði dómsátt við tvo kær­end­ur, þá Atla Briem og Gunn­laug Briem. Atli var dæmd­ur fyr­ir mann­dráp árið 2000 en höfðaði mál til að freista þess að fá lög­manns­rétt­indi sín á ný. Gunn­laug­ur kærði niður­stöðu Hæsta­rétt­ar til MDE vegna end­ur­tek­inn­ar refsimeðferðar vegna skatta­laga­brota. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert