Hlýnar hraðar á norðurslóðum en annars staðar

Borgarísjaki fyrir utan bæinn Kulusuk á Grænlandi.
Borgarísjaki fyrir utan bæinn Kulusuk á Grænlandi. AFP

Hlýn­un á norður­slóðum held­ur áfram að aukast hraðar en hnatt­ræn hlýn­un. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt sam­ráðsfund­ar um veðurfars­horf­ur á norður­slóðum.

Fund­ur­inn, sem hald­inn er tvisvar á ári, er hluti af Arctic Clima­te For­um, sem er sam­starfs­vett­vang­ur ríkja á norður­slóðum.

Á síðasta ára­tug hef­ur meðal­hiti flestra ára verið með því sem mest var á tíma­bil­inu 1900-2022. Þetta á jafnt við um sum­ar- og vetr­ar­hita sem ársmeðal­hita, þó vissu­lega sé veru­leg­ur breyti­leiki á milli ára, einkum á kulda­tíma­bil­um.

Fjallað er um sam­an­tekt­ina á vef Veður­stof­unn­ar, en í henni kem­ur einnig fram að vet­ur­inn 2022 náði út­breiðsla norður­skaut­s­íss­ins há­marki tveim­ur vik­um fyrr en í meðalári. Ef horft er til mæl­inga á út­breiðslu norður­skaut­s­íss­ins frá 1979, hef­ur út­breiðsla hans á hverj­um vetri verið að minnka tíu ár í röð.

Mik­il­vægt að átta sig bet­ur á heild­ar­stöðunni

Þessi sam­an­tekt kem­ur í kjöl­far ní­unda fund­ar Arctic Clima­te For­um sem hald­inn var á net­inu 24.-25. maí 2022, en þar komu sam­an full­trú­ar Íslands, Band­arikj­anna, Kan­ada, Dan­merk­ur, Svíþjóðar, Nor­egs, Finn­lands og Rúss­lands.

Anna Hulda Ólafs­dótt­ir, yf­ir­maður skrif­stofu lofts­lagsþjón­ustu og aðlög­un­ar á Veður­stofu Íslands, sá um að kynna niður­stöður fyr­ir árstíðabundið yf­ir­lit og horf­ur á hita­stigi og úr­komu fyr­ir vestn­or­ræna svæðið.

„Þessi sam­starfs­vett­vang­ur, sem er und­ir hatti Alþjóðaveður­færðistofn­un­ar­inn­ar, er mik­il­væg­ur til að nýta sérþekk­ingu inn­an hvers lands til að átta sig bet­ur á heild­ar­stöðu á norður­slóðum,“ er haft eft­ir Önnu Huldu.

„Hóp­ur­inn tek­ur einnig sam­an veður­horf­ur næsta árs, til dæm­is hvað varðar hita­stig, úr­komu og haf­ís, en spár um mynd­un og hörf­um haf­íss skipt­ir sum byggðarlög á norður­slóðum veru­legu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert