Hornafjörður sýknaður af kröfum Ice Lagoon

Málið varðar skaðabótaskyldu sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna ákvarðana þess frá 2014 …
Málið varðar skaðabótaskyldu sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna ákvarðana þess frá 2014 og 2015 um að veita Ice Lagoon ekki stöðuleyfi fyrir hjólhýsi við austurbakka Jökulsárlóns. mbl.is/RAX

Lands­rétt­ur sýknaði í dag Horna­fjörð af kröfu Ice Lagoon um viður­kenn­ingu á skaðabóta­skyldu sveit­ar­fé­lags­ins vegna tjóns í rekstri Ice Lagoon og um viður­kenn­ingu á skaðabóta­skyldu vegna ólög­mætra aðgerða sveit­ar­fé­lags­ins sem byggt hefðu á ákvörðunum frá ár­un­um 2010, 2014 og 2015.

Héraðsdóm­ur Aust­ur­lands dæmdi Ice Lagoon í vil árið 2020 og viður­kenndi skaðabóta­skyldu sveit­ar­fé­lags­ins vegna ákv­arðana þess frá 2014 og 2015 um að veita fé­lag­inu ekki stöðuleyfi fyr­ir hjól­hýsi við aust­ur­bakka Jök­uls­ár­lóns. Kröfu Ice Lagoon vegna ákvörðunar sveit­ar­fé­lags­ins árið 2010 var hins veg­ar vísað frá dómi þar sem sú krafa hafði fyrnst.

Lands­rétt­ur vísaði kröfu Ice Lagoon frá ár­inu 2010 einnig frá sök­um fyrn­ing­ar en vísaði einnig frá kröf­um fyr­ir­tæk­is­ins um viður­kenn­ingu á skaðabóta­skyldu vegna ólög­mætra aðgerða sveit­ar­fé­lags­ins vegna ákv­arðana þess frá ár­un­um 2014 og 2015 frá dómi vegna van­reif­un­ar.

Bind­andi niðurstaða

Dómi Lands­rétt­ar var í fram­hald­inu áfrýjað til Hæsta­rétt­ar. Með dómi Hæsta­rétt­ar var fellt úr gildi ákvæði dóms Lands­rétt­ar um frá­vís­un frá héraðsdómi á viður­kenn­ing­ar­kröfu Ice Lagoon á skaðabóta­skyldu sveit­ar­fé­lags­ins vegna ætlaðs tjóns í rekstri  fyr­ir­tæk­is­ins.

Í dómi Lands­rétt­ar sem kveðinn var upp í dag seg­ir að Lands­rétt­ur taldi að þegar málið var höfðað væri fall­in niður, fyr­ir fyrn­ingu, sú fjár­krafa sem Ice Lagoon hefði getað haft uppi í kjöl­far viður­kenn­ing­ar á skaðabóta­skyldu vegna tjóns sem leitt kynni að hafa af um­deildri ákvörðun sveit­ar­fé­lags­ins árið 2010.

Þá hefði sveit­ar­fé­lagið verið sýknað af viður­kenn­ing­ar­kröfu Ice Lagoon vegna ákv­arðana þess 2014 og 2015. Væri sú niðurstaða bind­andi um úr­slit sak­ar­efn­is­ins milli aðila og fyr­ir rétt­inn og var sveit­ar­fé­lagið því sýknað af kröf­um Ice Lagoon.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert