Kyn lögmanna hafi áhrif á dómsmál

mbl.is/Styrmir Kári

Þverfag­leg rann­sókn á sviði fé­lags­fræði og lög­fræði gef­ur til kynna að kyn lög­manna, óháð kyni dóm­ara, hafi þýðingu og að kven­kyns mál­flytj­end­ur auki lík­ur á að mál falli um­bjóðend­um þeirra í vil, hvort sem mál­flytj­end­ur séu að vinna til sókn­ar eða varn­ar.

Rann­sókn­in gef­ur einnig til kynna að ald­ur dóm­ara virðist hafa þýðingu fyr­ir úr­slit mála. Dóm­ar­ar 50 ára og eldri séu lík­legri til að dæma varn­araðila í vil, óháð öðrum þátt­um.

Rann­sókn­in sner­ist um að greina upp­lýs­ing­ar yfir tíu ára tíma­bil um kyn­ferði og ald­ur dóm­ara og mál­flytj­enda í dómsúr­lausn­um í einka­mál­um sem kærðar hafa verið eða áfrýjað til Hæsta­rétt­ar og Lands­rétt­ar. Þess­ir þætt­ir voru rann­sakaðir í tengsl­um við úr­slit dóm­stól­anna.

Vona að niður­stöður gagn­ist jafn­rétt­isum­ræðu

Rann­sókn­in var unn­in af Val­gerði Sól­nes, dós­ent í laga­deild Há­skóla Íslands, Guðbjörgu Lindu Rafns­dótt­ur, pró­fess­or í fé­lags­fræði-, mann­fræði- og þjóðfræðideild Há­skóla Íslands, Bene­dikt Boga­syni, pró­fess­or í laga­deild Há­skóla Íslands, og Kjart­ani Vífli Iversen, rann­sókna­manni hjá hjúkr­un­ar­fræðideild Há­skóla Íslands.

Í út­drátti rann­sókn­ar­inn­ar stend­ur að hér á landi hafi hingað til ekki verið rann­sakað hvort og þá hvaða tengsl séu á milli kyn­ferðis og ald­urs dóm­ara og mál­flytj­enda ann­ars veg­ar og niðurstaðna dómsúr­lausna hins veg­ar.

Það sé von rann­sókn­araðila að niður­stöðurn­ar gagn­ist umræðu um jafn­rétti og starf­semi dóm­stóla og hvetji til rann­sókna á því sviði.

Háskóli Íslands. Ásamt kyni lögmanna virðist aldur dómara einnig hafa …
Há­skóli Íslands. Ásamt kyni lög­manna virðist ald­ur dóm­ara einnig hafa áhrif á það hvert dóm­ur fell­ur. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert