Mjög góð færð en kalt um helgina

Það gæti orðið heldur svalt á landinu um helgina og …
Það gæti orðið heldur svalt á landinu um helgina og er ágætt fyrir tjaldferðalanga að hafa það í huga. mbl.is/Brynjar Gauti

Mjög góð færð er á landinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og eru engar viðvaranir í gildi hvað varðar snjó á fjallvegum. Greiðfært er alls staðar. 

Kalt verður í veðri um helgina en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekki búist við hálku.

Mildast syðst

Veðurstofa Íslands segir að hitastigið á landinu verði fjögur til þrettán stig um helgina og að mildast verði syðst á landinu. Þá mun rigna öðru hverju á Norður- og Austurlandi. Annars verður skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert