Mjög góð færð en kalt um helgina

Það gæti orðið heldur svalt á landinu um helgina og …
Það gæti orðið heldur svalt á landinu um helgina og er ágætt fyrir tjaldferðalanga að hafa það í huga. mbl.is/Brynjar Gauti

Mjög góð færð er á land­inu í dag, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni og eru eng­ar viðvar­an­ir í gildi hvað varðar snjó á fjall­veg­um. Greiðfært er alls staðar. 

Kalt verður í veðri um helg­ina en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni er ekki bú­ist við hálku.

Mild­ast syðst

Veður­stofa Íslands seg­ir að hita­stigið á land­inu verði fjög­ur til þrett­án stig um helg­ina og að mild­ast verði syðst á land­inu. Þá mun rigna öðru hverju á Norður- og Aust­ur­landi. Ann­ars verður skýjað með köfl­um og yf­ir­leitt þurrt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert