Nanna nýr formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna

Nanna Kristín Tryggvadóttir.
Nanna Kristín Tryggvadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nanna Kristín Tryggvadóttir var í gær kjörin nýr formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna á aðalfundi félagsins. Þetta segir í tilkynningu frá LS.

Nanna tekur við af Völu Pálsdóttur sem gengt hefur formennsku frá árinu 2017. Á aðalfundi var jafnframt kosin ný stjórn og varastjórn.

Nanna Kristín hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún er framkvæmdastjóri Húsheildar ehf. og Byggingarfélagsins Hyrnu. Nanna starfaði áður hjá Landsbankanum, lengst af sem aðstoðarmaður bankastjóra.

Nanna hefur auk þess gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er meðal annars formaður Efnahags- og viðskiptanefndar flokksins.

Nanna Kristín er með B.Sc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Duke háskóla í Norður Karólínu 2011. Auk þess er hún jafnframt með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.

Stjórnin hefur þegar tekið til starfa og mun sitja fram að næsta aðalfundi, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert