Nanna nýr formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna

Nanna Kristín Tryggvadóttir.
Nanna Kristín Tryggvadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nanna Krist­ín Tryggva­dótt­ir var í gær kjör­in nýr formaður Lands­sam­bands Sjálf­stæðis­k­venna á aðal­fundi fé­lags­ins. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá LS.

Nanna tek­ur við af Völu Páls­dótt­ur sem gengt hef­ur for­mennsku frá ár­inu 2017. Á aðal­fundi var jafn­framt kos­in ný stjórn og vara­stjórn.

Nanna Krist­ín hef­ur víðtæka reynslu úr at­vinnu­líf­inu. Hún er fram­kvæmda­stjóri Hús­heild­ar ehf. og Bygg­ing­ar­fé­lags­ins Hyrnu. Nanna starfaði áður hjá Lands­bank­an­um, lengst af sem aðstoðarmaður banka­stjóra.

Nanna hef­ur auk þess gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og er meðal ann­ars formaður Efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar flokks­ins.

Nanna Krist­ín er með B.Sc. í rekstr­ar­verk­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og lauk meist­ara­gráðu í rekstr­ar­verk­fræði frá Duke há­skóla í Norður Karólínu 2011. Auk þess er hún jafn­framt með meist­ara­gráðu í fjár­mál­um fyr­ir­tækja frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Stjórn­in hef­ur þegar tekið til starfa og mun sitja fram að næsta aðal­fundi, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert