ON og Reykjavíkurborg höfðu betur gegn Ísorku

Hleðslustöð ON við Laugardalslaug.
Hleðslustöð ON við Laugardalslaug. Ljósmynd/Orka náttúrunnar

Lands­rétt­ur staðfesti í dag niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur um ógild­ingu úr­sk­urðar kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la um lög­mæti útboðs á upp­setn­ingu og rekstri hleðslu­stöðva fyr­ir raf­bíla í hverf­um Reykja­vík­ur.

Óheim­ilt að taka kröfu til meðferðar

Orka nátt­úr­unn­ar ohf.(ON) var hlut­skörp­ust í útboðinu en Ísorka ehf., sem var einnig þátt­tak­andi í útboðinu, beindi kæru um lög­mæti útboðsins til kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la. Í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar var meðal ann­ars samn­ing­ur Reykja­vík­ur­borg­ar og ON sem gerður var á grund­velli hins kærða útboðs lýst­ur óvirk­ur og Reykja­vík­ur­borg gert að greiða stjórn­valds­sekt. ON höfðaði mál til að fá hnekkt úr­sk­urði kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la og gerði Reykja­vík­ur­borg, sem var aðili að dóms­mál­inu, jafn­framt þá kröfu.

Í niður­stöðu Lands­rétt­ar er fall­ist á með héraðsdómi að kæru­frest­ur hafi verið liðinn er Ísorka ehf. hafði uppi kröfu um óvirkni samn­ings­ins. Kær­u­nefnd útboðsmá­la hafi því verið óheim­ilt að taka þá kröfu til meðferðar. Sú niðurstaða nefnd­ar­inn­ar að taka kröf­una til greina var tal­in slík­ur ann­marki á málsmeðferð henn­ar að óhjá­kvæmi­legt væri að mati Lands­rétt­ar að staðfesta niður­stöðu héraðsdóms um ógild­ingu úr­sk­urðar­ins.

Gleðifrétt­ir fyr­ir raf­bíla­eig­end­ur

Tóm­as Kristjáns­son, formaður Raf­bíla­sam­bands Íslands, seg­ir dóm­inn vera mikl­ar gleðifrétti fyr­ir raf­bíla­eig­end­ur. „Á meðan þetta mál hef­ur verið í gangi þá hef­ur Reykja­vík­ur­borg og önn­ur sveit­ar­fé­lög haldið að sér hönd­um við upp­setn­ingu á hleðslu­stöðvum. Þannig að þetta mál hef­ur haft ofboðslega nei­kvæð áhrif á upp­setn­ingu hleðslu­stöðva á veg­um sveit­ar­fé­laga á Íslandi. Núna er þetta loks­ins komið fyr­ir Lands­rétti og þá er von á því að hjól­in fara að snú­ast aft­ur“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert