Sakfelldur á Íslandi eftir 17 ára dóm á Spáni

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt karl­mann til svipt­ing­ar öku­rétt­inda ævi­langt vegna fjölda um­ferðarlaga­brota árið 2018.

Árið 2021 var hann sak­felld­ur á Spáni fyr­ir mann­dráp af ásetn­ingi eft­ir að hafa orðið unn­usta móður sinn­ar að bana og dæmd­ur í 17 ára fang­elsi. Var því ákveðið að hon­um yrði ekki gerð sér­stök refs­ing fyr­ir um­ferðarlaga­brot­in, fyr­ir utan svipt­ingu öku­rétt­inda.

Ákærður í fimm liðum

Maður­inn var ákærður fyr­ir um­ferðarlaga­brot í fimm mis­mun­andi liðum fyr­ir að hafa ekið und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna og slævandi lyfja frá júlí til októ­ber árið 2018. Maður­inn játaði sök fyr­ir dómi.

Fram kem­ur í dómi héraðsdóms að hann eigi lang­an saka­fer­il sem nái aft­ur til árs­ins 1996. Frá þeim tíma til og með 2014 hlaut hann þrett­án fang­els­is­dóma fyr­ir brot gegn al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um, um­ferðarlög­um og fleiri lög­um. Árið 2014 hlaut hann tvo dóma. Ann­ars veg­ar dæmdi Héraðsdóm­ur Reykja­ness hann í þriggja ára fang­elsi og hins veg­ar dæmdi Héraðsdóm­ur Suður­lands hann í sex mánaða fang­elsi. Árið 2016 hlaut hann tveggja ára skil­orðsbundna reynslu­lausn.

 „Þegar það er hins veg­ar virt að með spænsk­um dómi 29. nóv­em­ber 2021 var ákærði sak­felld­ur fyr­ir mann­dráp af ásetn­ingi, hús­brot og hót­an­ir og dæmd­ur í 17 ára fang­elsi þykir í ljósi 60. gr. og ákvæða 78. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga um hegn­ing­ar­auka ekki ástæða til að taka upp reynslu­lausn ákærða. Að því gættu þykir ekki rétt að gera hon­um frek­ari refs­ingu,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert