Sér sig knúið til að leiðrétta misskilninginn

Ráðuneytið vill að gætt sé að matvælaöryggi en að fæðuöryggi …
Ráðuneytið vill að gætt sé að matvælaöryggi en að fæðuöryggi sé tryggt. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Hug­tök­in mat­væla­ör­yggi og fæðuör­yggi hafa sitt­hvora þýðing­una, eins og at­hygli er vak­in á í til­kynn­ingu frá mat­vælaráðuneyt­inu. Seg­ir þar að hug­tök­in hafi mikið verið notuð að und­an­förnu en þeim sé stund­um ruglað sam­an. 

Vegna inn­rás­ar rúss­neskra her­sveita í Úkraínu og þeirr­ar hættu sem stríðið set­ur fæðuör­yggi í víða um heim hef­ur hug­takið verið notað, m.a. í frétta­flutn­ingi af ástand­inu sem hef­ur skap­ast.

Ekki það sama

Í til­kynn­ing­unni eru hug­tök­in skil­greind með eft­ir­far­andi hætti:

Fæðuör­yggi: Þegar allt fólk, á öll­um tím­um, hef­ur raun­veru­leg­an og efna­hags­leg­an aðgang að næg­um, heil­næm­um og nær­ing­ar­rík­um mat sem full­næg­ir þörf­um þess til að lifa virku og heilsu­sam­legu lífi.

Mat­væla­ör­yggi: Þegar mat­væli eru ör­ugg til neyslu. Mat­ur er meðhöndlaður, mat­reidd­ur og geymd­ur þannig að hætta á mat­ar­sjúk­dóm­um er í lág­marki. Mat­væli eru var­in fyr­ir sýk­ing­ar­völd­um og efna­sam­bönd­um sem valdið geta neyt­end­um heilsutjóni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert