Skjálfti af stærð 2,9 á meðal eftirskjálfta

Skjálfti af stærð 2,9 mældist undir Langjökli í nótt.
Skjálfti af stærð 2,9 mældist undir Langjökli í nótt. mbl.is/Sigurður Bogi

Nokkuð hef­ur verið um eft­ir­skjálfta í kjöl­far skjálfta af stærð 4,6 sem varð und­ir Lang­jökli klukk­an tólf mín­út­ur yfir tíu í gær­kvöldi. Stærsti eft­ir­skjálft­inn varð um klukk­an hálf þrjú í nótt og mæld­ist hann 2,9 að stærð. 

„Það er búin að vera smá eft­ir­virkni en ekk­ert óeðli­legt og er aðeins að ró­ast núna, svo sjá­um við til hvernig fram­vind­an verður,“ seg­ir Sig­ríður Kristjáns­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is. 

Leita þarf nokk­ur ár aft­ur í tím­ann til þess að finna viðlíka skjálfta á svæðinu og þann sem mæld­ist 4,6 að stærð í gær en síðast varð skjálfti yfir fjór­um að stærð í vest­an­verðum Lang­jökli þann 10. des­em­ber árið 2015.

Spurð hvort það sé merki um eitt­hvað sér­stakt að svo stór skjálfti mæl­ist á svæðinu nú seg­ist Sig­ríður telja að um eðli­lega virkni sé að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert