Landsréttur hefur mildað dóm yfir tveimur mönnum sem voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og peningaþvætti.
Þeir voru hvor um sig dæmdir í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 70.500.000 krónur í sekt.
Samanlögð sekt þeirra nemur því 141 milljón króna.
Héraðsdómur hafði áður dæmt þá í 15 og 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða samanlagt 210 milljónir króna í sekt.
Landsréttur vísaði frá héraðsdómi sakargiftum á hendur öðrum manninum fyrir peningaþvætti. Niðurstaðan var byggð á banni við tvöfaldri málsmeðferð og refsingu samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu.