HÍ brautskráir metfjölda kandídata

Metfjöldi kandídata brautskráist frá HÍ í dag, en athafnirnar verða …
Metfjöldi kandídata brautskráist frá HÍ í dag, en athafnirnar verða tvær. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Há­skóli Íslands braut­skrá­ir 2.594 kandí­data úr grunn- og fram­halds­námi í dag og hef­ur aldrei áður braut­skráð jafn­marga í einu. Til sam­an­b­urðar voru 2.548 kandí­dat­ar braut­skráðir í fyrra og höfðu þeir þá aldrei verið fleiri.

Þá braut­skráði Há­skóli Íslands 455 kandí­data í fe­brú­ar síðastliðnum og því hafa alls 3.049 út­skrif­ast frá skól­an­um það sem af er ári.

Í hópi braut­skrán­ing­arkandí­data nú eru fyrstu nem­end­urn­ir sem ljúka meist­ara­námi í hag­nýtri at­ferl­is­grein­ingu og þroskaþjálf­a­fræði til starfs­rétt­inda.

Braut­skrán­ing­ar­at­hafn­ir verða tvær og fara fram í Frjálsíþrótta­höll­inni í Laug­ar­dal. Eft­ir tveggja ára hlé geta gest­ir nú verið viðstadd­ir at­hafn­irn­ar og sam­fagnað með braut­skrán­ing­arkandí­döt­un­um. Bein út­send­ing verður jafn­framt frá báðum at­höfn­um fyr­ir áhuga­söm og fylgj­ast má með út­send­ing­unni hér á mbl.is.

Syst­ur skemmta gest­um at­hafn­anna 

Líkt og áður mun Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, flytja ávarp við at­hafn­irn­ar og þá munu Sara Þöll Finn­boga­dótt­ir, sem út­skrif­ast með BA-gráðu í stjórn­mála­fræði, og Ing­unn Rós Kristjáns­dótt­ir, sem braut­skrá­ist með BA-próf í sál­fræði, ávarpa gesti fyr­ir hönd braut­skrán­ing­arkandí­data á at­höfn­un­um tveim­ur. Þá skemmt­ir hljóm­sveit­in Syst­ur, sem skipuð er þeim Sig­ríði, Elísa­betu og El­ínu Eyþórs­dætr­um, gest­um at­hafn­anna.

Á fyrri braut­skrán­ing­ar­at­höfn­inni, sem hefst kl. 10, fá kandí­dat­ar í grunn- og fram­halds­námi frá Fé­lags­vís­inda­sviði og Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði út­skrift­ar­skír­teini sín. Sam­tals braut­skrást 653 frá Fé­lags­vís­inda­sviði og 311 frá Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­sviði.

Seinni at­höfn­ina, sem hefst kl. 13.30, sækja kandí­dat­ar í grunn- og fram­halds­námi frá Heil­brigðis­vís­inda­sviði, Hug­vís­inda­sviði og Menntavís­inda­sviði. Þar braut­skrást 578 frá Heil­brigðis­vís­inda­sviði, 279 frá Hug­vís­inda­sviði og 773 frá Menntavís­inda­sviði.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert