Frelsissvipti mann vegna peningaskuldar

Maðurinn hlaut tveggja ára fangelsi.
Maðurinn hlaut tveggja ára fangelsi. Samsett mynd

Maður var í gær sak­felld­ur fyr­ir að hafa ráðist á tvo menn með of­beldi og hót­un­um í því skyni að fá ann­an þeirra til þess að draga til baka eða breyta framb­urði sín­um í öðru saka­máli. 

Þá var sami maður sak­felld­ur fyr­ir að hafa í fé­lagi við þrjá aðra svipt mann frelsi sínu í meira en fimm klukku­stund­ir í því skyni að knýja á um greiðslu pen­inga­skuld­ar við sig. 

Danglaði með hamri í and­lit manns

Héraðsdóm­ur dæmdi mann­inn í 22 mánaða fang­elsi fyr­ir þessi brot auk annarra of­beld­is­brota en Lands­rétt­ur þyngdi dóm­inn í tveggja ára fang­elsi. 

Hann var þá einnig sak­felld­ur fyr­ir lík­ams­árás gegn brotaþola á meðan á frels­is­svipt­ing­unni stóð. Veitti dæmdi hon­um ít­rekað hnefa­högg í and­lit og danglaði með hamri í and­lit hans og fæt­ur. 

Var hann dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi sem fyrr seg­ir en til frá­drátt­ar refs­ing­ar­inn­ar kom gæslu­v­arðhald sem hann sætti. Þá var ann­ar maður sak­felld­ur fyr­ir hlut­deild í síðar­nefnda brot­inu og hlaut hann níu mánaða fang­els­is­dóm, skil­orðsbund­inn til tveggja ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert