Matvöruverslunin Nettó í Lágmúla var rænd nú fyrir skömmu. Ræninginn komst á brott með peninga.
Að sögn vitna sló ræninginn starfsmann á kassa lauslega áður en hann hvarf á brott með ránsfenginn.
Starfsmaðurinn er ekki slasaður en viðstaddir urðu mjög skelkaðir eftir atburðarásina.
Ræninginn mun ekki hafa verið vopnaður.
Lögreglan er nú á staðnum að rannsaka málið.