Íslenskunámskeiðinu Tungumálatöfrum lauk í dag og í tilefni þess var efnt til skrúðgöngu í Breiðholti, með lúðrasveitina Svan í fararbroddi.
Þema námskeiðsins, sem var fyrir börn á aldrinum sex til níu ára, var allt sem tengdist fuglum og mátti sjá börnin skarta afrekstri námskeiðsins í fögnuðinum.
Foreldrar barnanna stöðu fyrir matarupplifun og var eldaður matur frá ólíkum heimshornum eins og til dæmis Írak, Sýrlandi, Venesúela og Rúmeníu.