Í dag má búast við norðan 5 til 13 metrum á sekúndum, en það verður heldur hvassara suðaustantil. Gera má ráð fyrir dálítilli rigningu öðru hverju Norðan- og Austanlands, en veður verður yfirleitt bjart á Suður- og Vesturlandi. Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig, mildast syðst.
Á morgun má gera ráð fyrir norðan 5 til 10 metrum á sekúndu, en 8 til 13 vestanlands. Búast má við lítilsháttar rigningu um landið norðanvert og smáskúrum á Suðvestur- og Vesturlandi seinnipartinn. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Norðan og norðaustan 5-10 m/s. Súld eða rigning með köflum, en yfirleitt þurrt vestantil á landinu. Hiti 6 til 14 stig, mildast suðvestanlands.
Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað og dálítil rigning á norðanverðu landinu. Skúrir sunnanlands, einkum síðdegis. Hiti 7 til 15 stig.
Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og sums staðar dálitlir skúrir. Hiti víða 10 til 16 stig.
Á fimmtudag:
Suðaustanátt og rigning eða súld, en þurrt norðaustanlands. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti 10 til 17 stig.