Tvö dýr komin á land

Hvalskurður í fullum gangi.
Hvalskurður í fullum gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fyrstu langreyðinni á vertíðinni var landað í hval­stöðinni í Hval­f­irði í gær­morg­un. Það var fyrsti hval­ur­inn sem þar var verkaður síðan á vertíðinni 2018. Ann­ar hval­ur var svo færður að landi síðdeg­is.
Norðang­arri og leiðinda­veður var á miðunum og ekki gott veiðiveður, að sögn Kristjáns Lofts­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Hvals hf.
Mun hval­vertíðin standa í um 100 daga og lýk­ur henni venju­lega í lok sept­em­ber. Sam­kvæmt ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar er heim­ilt að veita 161 langreyði á ári, auk 20% af kvóta síðasta árs, þar sem ekki var þá haldið til veiða. Er því heild­arkvót­inn nú 193 langreyðar, en ólík­legt er að hann verði full­nýtt­ur. Áætlað er að rúm­lega 30.000 langreyðar séu við Íslands­strend­ur.
Hvalskurður hafinn.
Hvalsk­urður haf­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert