Tvö dýr komin á land

Hvalskurður í fullum gangi.
Hvalskurður í fullum gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fyrstu langreyðinni á vertíðinni var landað í hvalstöðinni í Hvalfirði í gærmorgun. Það var fyrsti hvalurinn sem þar var verkaður síðan á vertíðinni 2018. Annar hvalur var svo færður að landi síðdegis.
Norðangarri og leiðindaveður var á miðunum og ekki gott veiðiveður, að sögn Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra Hvals hf.
Mun hvalvertíðin standa í um 100 daga og lýkur henni venjulega í lok september. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er heimilt að veita 161 langreyði á ári, auk 20% af kvóta síðasta árs, þar sem ekki var þá haldið til veiða. Er því heildarkvótinn nú 193 langreyðar, en ólíklegt er að hann verði fullnýttur. Áætlað er að rúmlega 30.000 langreyðar séu við Íslandsstrendur.
Hvalskurður hafinn.
Hvalskurður hafinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert