Vildi bara tala við ölvaðar stúlkur

Þessi mynd fylgdi bréfi Maríönnu í Velvakanda sumarið 1982 en …
Þessi mynd fylgdi bréfi Maríönnu í Velvakanda sumarið 1982 en ekki kom fram hvort hún væri sjálf á myndinni.

Maríanna, nafnnúmer: 6464-9515, spjaldaði stétt frétta- og blaðamanna að gefnu tilefni í bréfi til Velvakanda í Morgunblaðinu í júnílok 1982.

„Ég þekki stelpu sem fór á hljómleikana með Human League í Laugardalshöllinni. Þar sem hún stendur, kemur að fréttamaður, er vill hafa tal af stúlkum undir áhrifum áfengis. Hann segir: „Hér sést ekki edrú manneskja.“ Vinkona mín stóð við hliðina á þessum stelpum en fréttamaðurinn þóttist ekki sjá hana. Ef fréttamenn vilja segja eitthvað, þá skulu þeir segja satt frá.“

Og hér var okkar kona komin á skrið. „Þetta á við um fleiri blaðamenn. Þetta skulu blaðamenn o.fl. sem vilja taka viðtöl hafa í huga. Fullorðna fólkið (frétta- og blaðamenn) vilja alltaf niðurlægja unglingana með því að taka myndir af þeim illa stöddum.“

Hún lauk máli sínu á eftirfarandi sneið til fullorðna fólksins: „Á sautjánda júní var mikið fyllerí. Samkvæmt mínum dómi kunnu þeir [unglingarnir] þar betur að fara með vínið en fullorðna fólkið.“

Frá tónleikum Human League í Höllinni sumarið 1982.
Frá tónleikum Human League í Höllinni sumarið 1982. Morgunblaðið/KÖE


Human League kom á óvart

Tónleikar bresku popphljómsveitarinnar Human League, sem Maríanna gat um hér að framan, fóru fram í Laugardalshöllinni 12. júní 1982 á vegum Listahátíðar í Reykjavík. 

Góður rómur var gerður að þeim. „Það verður að segjast hreint út, að Human League kom á óvart,“ sagði Sigurður Sverrisson í umsögn sinni í Morgunblaðinu. „Í rauninni var lítt vitað við hverju mátti búast en svona eftir á að hyggja eru þetta tónleikar, sem ég hefði ekki viljað missa af. Human League tókst nefnilega það, sem svo ákaflega fáum hefur tekist til þessa, að ná almennilegum hljómi í Höllinni. Ekki spillti fyrir að „showið“ í kringum allt saman var einkar vel framkvæmt. Ljósin skemmtilega notuð og litskyggnur Adrians Wrights settu mikinn svip á tónleikana, enda er hætt við að án þeirra hefðu þeir ekki orðið það sem þeir urðu.“

Nánar er fjalla um tónleika Human League og bréf Maríönnu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en hún vann þetta sumar í unglingavinnunni og sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við fullorðna fólkið. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert