Fékk loksins að prófa að vera slökkviliðsmaður

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tók nýverið í notkun sýndarveruleikabúnað sem viðbótaræfingar fyrir slökkviliðsmenn.

Þjálfunin fer þannig fram að iðkandinn setur á sig sýndarveruleikagleraugu (VR-headset), hitavesti og kút og mætti segja að aðstæðurnar verði nokkuð raunverulegar.

Mætti segja að aðstæðurnar verði nokkuð raunverulegar.
Mætti segja að aðstæðurnar verði nokkuð raunverulegar. Ljósmynd/Ágúst Óliver

„Þetta kemur upprunalega frá Ástralíu, er þróað af slökkviliðsmanni þar,“ útskýrði Ómar Ómar Ágústsson hjá slökkviliðinu í Hafnarfirði en búnaðurinn er á vegum FLAIM training.

Ómar sýndi hann með glöðu geði þegar mbl.is bar að garði.

Brot af búnaðinum.
Brot af búnaðinum. Ljósmynd/Ágúst Óliver

Þegar búnaðurinn er kominn upp, fær iðkandinn mótordrifna slöngu með alvörustút og reynir að slökkva elda í hinum fjölmörgu aðstæðum sýndarveruleikans, sem fer sífjölgandi.

Á meðan sér þjálfarinn það sem er að gerast í sýndarveruleikanum og getur leiðbeint í rauntíma. 

Sjón er sögu ríkari, en í myndskeiðinu hér fyrir ofan má sjá langþráðan draum verða að veruleika, þegar blaðamanni var leyft að prófa búnaðinn.

Mótordrifin slanga togar vel í meðan iðkandinn reynir að slökkva …
Mótordrifin slanga togar vel í meðan iðkandinn reynir að slökkva eldinn. Ljósmynd/Ágúst Óliver

Sýndarveruleikinn kemur þó ekki í stað hefðbundinna æfinga en unnið er að því að setja upp nýja aðstöðu á planinu fyrir aftan slökkvistöðina.

Sýndarveruleikinn kemur þó ekki í stað hefðbundinna æfinga.
Sýndarveruleikinn kemur þó ekki í stað hefðbundinna æfinga. Ljósmynd/Ágúst Oliver
Ómar kennir hér blaðamanni hvernig skal nota búnaðinn.
Ómar kennir hér blaðamanni hvernig skal nota búnaðinn. Ljósmynd/Ágúst Óliver
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert