Lögreglan hafði afskipti að ölvuðum manni með stóra kylfu í miðborginni um klukkan tvö í nótt.
Maðurinn sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás og að hann ætlaði að leita hefnda með kylfunni, að fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn var handtekinn grunaður um brot á vopnalögum og kylfan haldlögð. Hann var þó látinn laus eftir samtal við lögreglu og sagðist ætla að fara heim til sín.