Sérsveitin kölluð að heimili í Grafarvogi

Lögregla var með mikinn viðbúna á vettvangi.
Lögregla var með mikinn viðbúna á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérsveitin var kölluð að Veghúsum í Grafarvogi um tíuleytið í gærkvöldi eftir að lögreglu barst tilkynning um að maður hefði mundað hníf í samskiptum við aðstandendur.

Heimilisfólk hafði yfirgefið íbúðina þegar maðurinn var handtekinn, en hann veitti ekki mótspyrnu við handtöku.

RÚV greindi fyrst frá málinu og staðfestir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að þrír lögreglubílar hafi farið á vettvang og að óskað hafi verið eftir aðstoð sérsveitarinnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert