Taka þurfi fjölgun skotárása mjög alvarlega

Margrét segir ekki lengur hægt að horfa framhjá því að …
Margrét segir ekki lengur hægt að horfa framhjá því að taka samtal um byssueign. Ljósmynd/Aðsend

Það er al­gjört for­gangs­mál að hefja rann­sókn á því hvort of auðvelt er að fá skot­vopna­leyfi hér á landi og hvort end­ur­skoða þurfi byssu­lög­gjöf­ina, að mati Mar­grét­ar Valdi­mars­dótt­ur doktors í af­brota­fræði og dós­ents í lög­reglu­fræði við HA.

Hún seg­ir það ekki nýj­ar upp­lýs­ing­ar að hér á landi séu mjög mörg skot­vopn skráð miðað við höfðatölu. Það sama eigi við hér og í öðrum lönd­um að því fleiri lög­leg vopn sem séu í sam­fé­lag­inu, því fleiri skot­vopn séu í um­ferð al­mennt. Ekki sé nóg að hafa bara áhyggj­ur af ólög­leg­um skot­vopn­um.

„Við skor­um mjög hátt á lista þegar tekið er sam­an byss­ur á hvern íbúa, en við höf­um ekki verið að eiga neitt sam­tal í póli­tík­inni, í fjöl­miðlum eða í kerf­inu um þessa byssu­eign af því þetta hef­ur ekki verið vanda­mál, skotárás­ar á al­menna borg­ara. Svo er þetta að aukast og af hverju? Án þess að leggj­ast í sér­staka rann­sókn­ar­vinnu þá er í raun ekki hægt að svara því, en það er það sem við þurf­um að gera núna hér á Íslandi,“ seg­ir Mar­grét í sam­tali við mbl.is.

Ekki bara eitt­hvað sem birt­ist í fjöl­miðlum

Það þurfi raun­veru­lega að fara að bregðast við hér landi enda liggi fyr­ir að skot­vopn­um sé beitt í aukn­um mæli og al­menn­um borg­ur­um stafi ógn af. Síðast á miðviku­dag skaut karl­maður úr íbúð sinni við Miðvang í Hafnar­f­irði á tvo kyrr­stæða bíla, en í öðrum þeirra var faðir ásamt sex ára syni sín­um. Þeir sluppu báðir ómeidd­ir.

Þá voru tvær skotárás­ir með tæp­lega viku milli­bili í fe­brú­ar síðastliðnum. Ann­ars veg­ar var skotið á karl og konu í Grafar­holti og særðist fólkið tölu­vert í árás­inni. Hins­veg­ar var skotið á karl­mann í miðbæ Reykja­vík­ur sem einnig særðist tölu­vert. Í ág­úst á síðasta ári skaut karl­maður úr hagla­byssu á Eg­il­stöðum bæði á hús og að lög­reglu­bíl, en lög­regla skaut mann­inn þegar hann varð ekki við fyr­ir­mæl­um um að leggja frá sér vopnið. Börn höfðu þurft að flýja und­an bys­su­m­ann­in­um.

„Þetta er eitt­hvað sem við þurf­um að fara að skoða af ein­hverri al­vöru á Íslandi því við þurf­um að vita hvernig sé rétt að bregðast við. Þetta er ekki bara eitt­hvað sem er að birt­ast í fjöl­miðlum, það er í al­vöru þannig að það eru að koma fleiri út­köll þar sem óskað er eft­ir aðstoð sér­sveit­ar­inn­ar. Þá þurf­um við að skoða það, er verið að út­hluta of mikið af skot­vopna­leyf­um? Er of auðvelt að fá skot­vopna­leyfi á Íslandi? Þetta eru alltaf spurn­ing­ar sem koma upp í Banda­ríkj­un­um í tengsl­um við skotárás­ir. Við þurf­um að fara að skoða þetta hérna af ein­hverri al­vöru.“

Byssumaður skaut á tvo kyrrstæða bíla við Miðvang í Hafnarfirði …
Bys­sumaður skaut á tvo kyrr­stæða bíla við Miðvang í Hafnar­f­irði á miðviku­dag. Sex ára barn var í öðrum bíln­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Skoða þurfi aðgengi að geðheil­brigðisþjón­ustu

Mar­grét seg­ir að það þurfi líka að reyna henda reiður á hve mikið af ólög­leg­um skot­vopn­um sé í um­ferð hér á landi. Skoða þurfi hvernig eigi að bregðast við ólög­leg­um vopn­um, jafn­vel með því að herða refs­ing­ar við ólög­leg­um vopna­b­urði. Einnig þurfi að skoða aðra or­sakaþætti.

„Í Banda­ríkj­un­um er til dæm­is tek­in þessi umræða um að það þurfi að skoða aðgengi að geðheil­brigðisþjón­ustu og það á al­veg ör­ugg­lega við hér líka. Ég er alls ekki að segja að þess­ar skotárás­ir séu all­ar fram­kvæmd­ar af fólki sem á við geðræn vanda­mál að stríða en það virðist vera þannig að það þarf að skoða það.“

Maður­inn sem hand­tek­inn var á miðvik­dag vegna skotárás­inn­ar á Miðvangi var úr­sk­urðaður til að sæta vist­un á viðeig­andi stofn­un í fjór­ar vik­ur, en lög­regla vildi ekki gefa frek­ari upp­lýs­ing­ar um ástand hans.

„Ég held að það sé mik­il­væg­ast núna að við átt­um okk­ur á því að við get­um ekki leng­ur horft fram hjá því að við erum á þeim stað að við þurf­um að fara að rann­saka þetta af al­vöru og eiga sam­tal um þessi atriði sem ég er að nefna,“ seg­ir Mar­grét.

„Þrátt fyr­ir að fólk hafi ekki verið að deyja í þess­um skotárás­um hérna þá er þetta engu að síður mjög al­var­legt og eitt­hvað sem við þurf­um að taka mjög al­var­lega,“ bæt­ir hún við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert