Fræsa Suðurlandsveg og Hafnarfjarðarveg

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Annað kvöld og aðfaranótt miðvikudags er stefnt á að fræsa og malbika akrein á Hafnarfjarðarvegi á milli Hamraborgar og Arnarnesvegar. Þá er sömuleiðis stefnt á að fræsa báðar akreinar á Suðurlandsvegi við Rauðvatn.

Áætlað er að framkvæmdirnar á Hafnarfjarðarvegi standi frá klukkan sjö annað kvöld til klukkan sjö á miðvikudagsmorgun en frá klukkan tíu annað kvöld til klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudags á Suðurlandsvegi.

Vegum lokað

Um framkvæmdirnar á Hafnarfjarðarvegi segir í tilkynningu frá Colas:

„Veginum verður lokað og hjáleiðir verða um Kópavogsháls, Digranesveg, Dalveg og Fífuhvammsveg. Neyðarakstri verður hleypt í gegnum vinnusvæðið. Viðeigandi merkingar verða settar upp.“

Um framkvæmdirnar á Suðurlandsvegi segir:

Veginum verður lokað í báðar áttir og hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæðinu. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert