Myndskeið náðist þegar hestur slapp og lék lausum hala um tíma í Mosfellsbæ í dag. Myndskeiðið sýnir hestinn á því sem virðist vera hröðu brokki framhjá starfsmönnum bæjarvinnunnar, sem virtust nokkuð hissa auk þess sem gangandi vegfarendur fylgdust með.
Umrætt atvik átti sér stað við Víðiteig í Mosfellsbæ.
Andri Eyfjörð Jóhannesson, trommari og starfsmaður bæjarvinnunnar í bænum, náði umræddu myndskeiði. Hann sagði hestinn vera kominn heim í hesthús þegar mbl.is sló á þráðinn.
„Já, hann er bara kominn heim,“ sagði Andri. „Hann slapp bara eitthvað og fór að rúnta um Mosó. Síðan var náð í hann og [honum komið] í kerru.“