Mikil aukning á milli ára í leikskólakennarafræðum

70 kandídatar brautskráðust sem leikskólakennarar í vor frá HÍ.
70 kandídatar brautskráðust sem leikskólakennarar í vor frá HÍ. mbl.is/Þorgeir Baldursson

110 sóttu um í grunnám í leikskólakennarafræði í Háskóla Íslands í haust sem er um 20% aukning er á umsóknum milli ára. 70 leikskólakennarar tóku við brautskráningarskírteinum sínum þann 25. júní síðastliðinn, sem er veruleg aukning frá síðustu árum.

„Brautskráðum úr leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands hefur fjölgað með hverju árinu síðastliðin þrjú ár. Árið 2020 brautskráðust 21 leikskólakennaranemar, árið 2021 brautskráðust 49 og í ár 70 kandídatar,“ segir í tilkynningu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. 

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Alls bárust 670 umsóknir um grunnám á Menntavísindasviði HÍ fyrir haustið. 

Í tilkynningunni segir einnig að tæplega 170 sóttu um ná við námsleiðir grunnskólakennslu með ólíkum áherslum og tæplega 60 umsóknir um nám í kennslufræði fyrir iðnmeistara og kennslufræði verk- og starfsmenntunar. 

Um 100 manns ætla í íþrótta- og heilsufræði, rúmlega 90 í þroskaþjálfafræði, 78 ætla í uppeldis- og menntunarfræði og 39 stefna á nám í tómstunda- og félagsmálafræði að því er kemur fram í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert