Mögulegar breytingar

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Unnur Karen

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir bann við auglýsingu nikótínvara hjá íslenskum fjölmiðlum og öðrum aðilum nú vera til endurskoðunar hjá ráðuneytinu, eftir athugasemdir velferðarnefndar.

Nýsamþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra, um breytingu á lögum um rafrettur, felur í sér að nikótínvörur eru nú felldar undir lögin. Nú, eftir breytinguna á lögunum, er bannað að auglýsa nikótínpúða og aðrar nikótínvörur hér á landi. Hefur það mætt þó nokkurri gagnrýni frá íslenskum fjölmiðlum. Heiðar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sýnar, gagnrýndi þetta til dæmis í samtali við Morgunblaðið og benti á að þetta auglýsingabann næði ekki til samfélagsmiðla og annarra erlendra miðla og mun því auglýsingum ekki linna, heldur færast tekjur af þeim frá íslenskum fyrirtækjum til erlendra. Að mati Heiðars hamlar þetta frelsi fjölmiðla og möguleika þeirra til að afla tekna.

Segir Willum þetta bann koma til vegna þess eðlis frumvarpsins að nikótínvörur hafi verið felldar undir sömu reglur og gilda um rafrettur, til að gæta samræmis.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert