Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir vitnum að því þegar skorið var á tvo hjólbarða VW Golf bifreiðar og lofti hleypt úr þeim aðfaranótt sunnudags.
Bifreiðin stóð sunnan megin við Edinborgarhúsið þegar atvikið átti sér stað.
Lögreglan biður alla þá sem annað hvort urðu vitni að því þegar skorið var á hjólbarðana eða geta gefið upplýsingar um málið að hafa samband við lögreglu í síma 444-0400 eða senda póst á netfangið vestfirdir@logreglan.is.