Strætó býður 12-17 ára ungmennum að fá „Sumarkort Strætó“ sem er frítt strætókort sem gildir á höfuðborgarsvæðinu út júlímánuð 2022.
Sumarkortin verða afhend inn á Klapp kort eða Klapp app viðskiptavina. Nauðsynlegt að viðskiptavinir sem sækja Sumarkortið séu með símanúmer tengt Klapp appinu eða með Klapp kort tengt aðgangi sínum á „Mínum síðum“, annars verður ekki unnt að afhenda Sumarkortið.