Skjálfti af stærðinni 3,2 varð norðvestur af Gjögurtá klukkan 23.21 í kvöld.
Varð skjálftans vart á Siglufirði og hafa nokkrir eftirskjálftar mælst.
Nokkru fyrr varð skjálfti, 2,7 að stærð, á sama svæði norðvestur af Gjögurtá, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.