Einar í æfingu sem staðgengill Dags

Einar Þorsteinsson.
Einar Þorsteinsson. mbl.is/Óttar

Einar Þorsteinsson sinnir nú skyldum og störfum borgarstjóra Reykjavíkur eftir að Dagur B. Eggertsson núverandi borgarstjóri tók sér stutt sumarfrí erlendis í tilefni 50 ára afmælis síns, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Er Einar því titlaður staðgengill borgarstjóra sem hann segir vera góða æfingu fyrir embættið áður en hann tekur við því af Degi árið 2024. Einar mun sinna embætti borgarstjóra út þessa viku en þá kemur Dagur aftur til landsins. Eins og fram hefur komið er Einar formaður borgarráðs þar til 2024 en undanfarin ár hefur það verið reglan samkvæmt 73. grein samþykktar borgarstjórnar að formaður borgarráðs taki við störfum borgarstjóra þegar hann er ekki á landinu.

Borgarritari einnig til taks

Aðspurður segir Einar að ef hann skyldi einnig fara til útlanda tæki Þorsteinn Gunnarsson borgarritari við störfum borgarstjóra í fjarveru hans og borgarstjóra. Segir Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið að hann hafi nokkrum sinnum þurft að standa borgarstjóravaktina síðan hann tók við embætti borgarritara fyrir tveimur árum. Að sögn Þorsteins er góð æfing fólgin í þessu fyrir Einar og heppilegt að hann fái að prufa þetta yfir rólegasta tíma ársins. „Hann fær fínustu aðlögun og ágætis eldskírn í því að kynnast því hvernig kerfið virkar,“ tekur Þorsteinn fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert