Forgangsraða orku í stað virkjana

Fimm Kárahnjúkavirkjanir þarf til að ná markmiðum orkuskipta.
Fimm Kárahnjúkavirkjanir þarf til að ná markmiðum orkuskipta. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Við erum ekki bara einhverjir aumingjar sem bíða hérna eftir því að stórfyrirtæki komi og skapi handa okkur vinnu,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um grein Jóhannesar Stefánssonar, lögfræðings Viðskiptaráðs, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar tók Jóhannes fram að tillaga Landverndar um full orkuskipti án aukningar í orkuframleiðslu og neikvæðra áhrifa á efnahagslega velsæld, stæðist ekki skoðun.

Að mati Auðar er þetta ekki rétt hjá Jóhannesi og segir hún Landvernd taka þetta allt fyrir í sviðsmyndagreiningu samtakanna sem sé mjög ítarleg.

„Forsendurnar fyrir þessu eru að við forgangsröðum orkunni sem við framleiðum nú þegar en 80 prósent af þeirri orku fara í stóriðju sem hagnast á erlendum stórfyrirtækjum,“ segir Auður og að hennar mati nýtur íslenskt samfélag ekki góðs af þessu. Segir hún að samkvæmt útreikningum þeirra þurfi stóriðjan að draga úr orkunotkun sinni um allt að 50 prósent. Hvað varðar ályktun Jóhannesar, að orkuskipti án frekari virkjana séu ómöguleg, segir Auður það ekki rétt nema ef notast er við lausnir gærdagsins.

Segir hún svarið ekki vera að sækja enn frekar í auðlindir. Undirstrikar hún að það þurfi að koma á hringrásarhagkerfi og virða náttúruauðlindirnar.

Lengra viðtal við Auði má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert