Íslandsmet í gróðursetningu

William Kristiansson.
William Kristiansson. Ljósmynd/Hreinn Óskarsson-Skógræktin

William Kristiansson, sænskur gróðursetningarverktaki sem starfar fyrir fyrirtækið Gone West, setti nýverið nýtt Íslandsmet í gróðursetningu trjáplantna þegar hann setti niður 17.732 birkiplöntur í Hekluskóga á einum sólarhring.

Hann er þó ekki eini afreksmaðurinn á vegum Gone West, en aðrir starfsmenn hafa ekki látið sitt eftir liggja og einn daginn gróðursettu til dæmis tveir ónefndir starfsmenn þeirra yfir 10 þúsund plöntur hvor.

Verktakar frá fyrirtækinu hafa síðustu vikur unnið að gróðursetningu á nokkrum svæðum, þar á meðal í Hekluskógum, en nú þegar hafa þeir gróðursett þar um 300.000 birkiplöntur. Þessi framúrskarandi gróðursetning mun stórauka líkurnar á að plöntur lifi og nái að vaxa upp og mynda skóg.

Einnig hafa starfsmenn Skógræktarinnar og Landgræðslunnar haft í nógu að snúast, en undanfarnar vikur hafa afköst gróðursetningarfólksins verið mikil og komist næstum því upp í 50 þúsund plöntur á dag.

Þetta kemur fram á vef Skógræktarfélags Íslands þar sem félagið einnig óskar William til hamingju með Íslandsmetið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert