Kveið því að fara út úr húsi

Listamaðurinn Hugleikur Dagsson upplifði „skrýtinn kvíða“ við að fara út úr húsi á Íslandi og flutti rétt fyrir kórónuveirufaraldur til Berlínar, höfuðborgar Þýskalands. Þar var stefnan að flytja uppistand og borða á veitingahúsum en hvorugt var í boði í faraldrinum.

View this post on Instagram

A post shared by Dagsson 🖤 (@dagsson)

Hugleikur, sem er viðmælandi í nýjasta þætti Dagmála, hlýtur gjarnan gagnrýni fyrir myndasögur sem sumum finnst fara yfir einhverja óljósa línu en vildi óska þess að fólk kæmi frekar beint til hans með gagnrýnina en að „brjálast“ út í hann í skjóli internetsins.

Þótti vænt um hreinskilnina

Í myndskeiðinu hér að ofan greinir Hugleikur m.a. frá því í hverju kvíðinn felst og segir frá því þegar starfsmaður Nexus sagði myndasögur Hugleiks lítt fyndnar. 

„Mér þótti rosalega vænt um það og hans hreinskilni,“ segir Hugleikur.

Hér má nálg­ast þátt­inn í fullri lengd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert