Sérhæft fyrir stúlkur og kynsegin

Ásmundur Einar ráðherra klippti á borða og opnaði Bjargeyju.
Ásmundur Einar ráðherra klippti á borða og opnaði Bjargeyju. mbl.is/Margrét Þóra

Bjargey er heiti á nýju meðferðarheimili, sem formlega var opnað að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit í gær að viðstöddu fjölmenni.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, opnaði heimilið með því að klippa á borða, þann fyrsta að sögn sem hann hefur klippt á í sinni ráðherratíð.

Honum til halds og trausts við þá athöfn voru Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, og Ólína Freysteinsdóttir, forstöðumaður Bjargeyjar, en hún er með BA-próf í nútímafræðum og MA í fjölskyldumeðferð og náms- og starfsráðgjöf.

Auk hennar starfa sem stendur níu aðrir með fjölbreytta reynslu og menntun á heimilinu. Starfsemin hófst 1. júní og er rými fyrir fjóra til fimm á heimilinu hverju sinni.

Öll þrjú lýstu yfir ánægju sinni með nafnið og heimilið í stuttum ræðum, en nafnið kom fram í draumi, sem Íslendingar kunna yfirleitt vel að meta. Nafnið Bjargey vísaði til styrkleika og trausts og ætti því vel við.

Fram kom einnig í ávörpum að miklar vonir eru bundnar við starfsemi heimilisins og að hún muni bera góðan árangur. Meðferðarheimilið er ríkisrekið langtímameðferðarheimili, ætlað stúlkum og kynsegin einstaklingum. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert