Töf á umferð vegna útafkeyrslu á Reykjanesbrautinni

Hér má sjá hvar rauði bíllinn fór út af veginum …
Hér má sjá hvar rauði bíllinn fór út af veginum á Reykjanesbrautinni en þó nokkrir lögreglubílar voru á svæðinu. mbl.is/Tómas Arnar

Minniháttar töf varð á umferð þegar bíll fór út af veginum upp úr klukkan átta í morgun á Reykjanesbrautinni á leið í Hafnarfjörð. Þetta staðfestir slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Var bíllinn á þó nokkrum hraða á Reykjanesbrautinni í átt að Hafnarfirði þegar hann keyrði utan í vegrið með þeim afleiðingum að hann endaði út af veginum og á grasinu. Að sögn slökkviliðsins var um minniháttar slys að ræða en einn var fluttur af vettvangi með sjúkrabíl til öryggis.

Minniháttar töf varð á umferð vegna forvitni vegfarenda sem áttu leið hjá og hægðu á sér til að berja slysið augum. Lögregla og slökkvilið verða á svæðinu þangað til bíllinn verður dreginn í burtu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert