Vítalía og Arnar sögð kærð fyrir fjárkúgunartilraun

Vítalía og Arnar Grant.
Vítalía og Arnar Grant. Samsett mynd

Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson hafa, samkvæmt Fréttablaðinu, kært Vítalíu Lazarevu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. 

Þetta herma heimildir blaðsins. 

Málið snertir samkvæmi í sumarbústað í Skorradal í október 2020 en eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum hefur Vítalía sagt að brotið hafi verið á henni í samkvæminu. Hún birti nöfn Ara, Hreggviðs, Þórðar Más og Arnars Grants með færslu sem hún setti á samfélagsmiðilinn Instagram um ári síðar. Færslan var tekin niður samdægurs. 

150 milljónir „eftir skatta“

Samkvæmt Fréttablaðinu átti Vítalía engin samskipti við Ara, Hreggvið og Þórð fyrr en daginn sem hún birti færsluna á Instagram og sendi þeim skilaboð um að hún ætlaði að leita réttar síns vegna þess sem hefði gerst í bústaðnum.

Heimildir Fréttablaðsins herma að lög­maður Vítalíu hafi óskað eftir því við þremenningana fyrir hönd Arnars og Vítalíu að greiða þyrfti „al­vöru fjár­hæð til að allir gengju stoltir frá borði og hefðu hags­muni af því að þegja.“ Þannig á að hafa verið gerð krafa um 50 milljónir á hvern þeirra „eftir skatta“.

Þá segir í frétt blaðsins að Vítalía hafi haft samband við fólk sem þremenningunum tengist til þess að greina þeim frá því að hún hygðist kæra. Þá kemur fram í fréttinni að Ari, Hreggviður og Þórður segi að ekkert mál sé til rannsóknar gegn þeim er varði meint kynferðisbrot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka