Byggja nýtt hverfi í Úlfarsárdal

Byggt verður vestan og norðan Leirtjarnar.
Byggt verður vestan og norðan Leirtjarnar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í morgun að nýtt íbúðahverfi muni bætast við á svæðinu vestan og norðan Leirtjarnar í Úlfarsársdal.

Stefnt er að markvissu samráðsferli á skipulagstímabilinu þar sem íbúar og aðrir hagaðilar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Bregðast við athugasemdum og birta deiliskipulagstillögu næsta vor

Vinna að deiliskipulagi mun standa yfir fram á næsta ár en búist er við því að deiliskipulagstillaga verði auglýst næsta vor og brugðist við athugasemdum í framhaldinu. 

Núverandi íbúðahverfi í Úlfarsárdal hefur verið í uppbyggingu síðan 2006 og hefur nú öllum lóðum verið úthlutað. Hverfið er nærri því fullbyggt með umhverfi fyrir skóla-, íþrótta og menningarstarfsemi sem er langt komin í framkvæmd nú.

Uppbygging fyrir verslun og þjónustu er hafin á lóð á núverandi Leirtjarnarsvæði að því er segir á vef Reykjavíkurborgar en í næsta nágrenni hverfisins eru margar af helstu náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins svo sem Úlfarsárdalurinn sjálfur, Úlfarsfell og Reynisvatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert