Ökumaður bifhjólsins fluttur á bráðamóttöku

Bráðamóttaka Landspítala.
Bráðamóttaka Landspítala. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bifhjól og vörubifreið rákust á rétt fyrir miðnætti á Hafnarfjarðarvegi. Ökumaður bifhjólsins var fluttur á bráðamóttöku Landspítala en ekki er vitað um ástand hans. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir sömuleiðis að maður hafi verið handtekinn í gærkvöldi grunaður um líkamsárás í félagi við annan mann sem var farinn af vettvangi. Þolandinn var með minniháttar áverka. 

Í dagbókinni er minnst á að í þrígang hafi ökumenn verið handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum. Þá voru nokkur verkefni á kvöldvaktinni þar sem lögregla aðstoðaði fólk sem átti við andlega erfiðleika að stríða eða var ölvað.

Þá datt maður á rafskútu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi en lögregla var kvödd til og sjúkralið sömuleiðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert