Sá fjórði sem greinist með apabólu á Íslandi

Fjórir hafa greinst með apabólu hérlendis.
Fjórir hafa greinst með apabólu hérlendis.

Karlmaður á miðjum aldri greindist með apabólu í gær og er hann fjórði einstaklingurinn sem greinist með sjúkdóminn á Íslandi.

Svo virðist sem um sé að ræða innanlandssmit frá áður óþekktum smitbera og stendur smitrakning yfir, að því er kemur fram í tilkynningu.

Maðurinn er við góða heilsu og dvelur í einangrun heima hjá sér.

Bóluefni eða veirulyf hafa enn ekki borist til landsins en síðustu fréttir frá Evrópusambandinu herma að von sé á fyrstu sendingu innan fárra vikna.

Um 3.000 manns hafa greinst með apabólu í Evrópu á þessu ári og eru alvarleg veikindi fátíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka