Segir Framsókn hafa svikið kosningaloforð í dag

Horft af Vatnsendahvarfi, þar sem leggja á hraðbraut, yfir höfuðborgina.
Horft af Vatnsendahvarfi, þar sem leggja á hraðbraut, yfir höfuðborgina. Ljósmynd/Helga Kristín Gunnarsdóttir

Helga Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, stjórn­andi face­book-hóps íbúa­sam­tak­anna Vina Vatns­enda­hvarfs, seg­ir Fram­sókn hafa svikið kosn­ingalof­orð sitt þegar nýtt deili­skipu­lag var samþykkt í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur í dag.

„Á fundi Nátt­úru­vina Reykja­vík­ur fyr­ir kosn­ing­ar þá var Þor­vald­ur Daní­els­son vara­borg­ar­full­trúi staðfast­ur á því að Fram­sókn myndi ekki samþykkja Arn­ar­nes­veg í nú­ver­andi mynd,“ skrif­ar Helga í færslu í áður­nefnd­um face­book-hóp.

„Hann sagði að Fram­sókn myndi kalla eft­ir því að nýtt um­hverf­is­mat yrði gert fyr­ir þessa fram­kvæmd, enda hvorki um­hverf­is­lega né siðferðis­lega verj­andi að byggja slíka fram­kvæmd á tveggja ára­tuga gömlu um­hverf­is­mati.“

Ítrekað reynt að ná tali af Ein­ari

Þá seg­ir hún Nátt­úru­vini Reykja­vík­ur og Vini Vatns­enda­hvarfs ít­rekað hafa reynt að ná tali af Ein­ari Þor­steins­syni en hann hafi hunsað alla þeirra pósta.

Helga bæt­ir við að hún hafi ný­lega náð tali af Þor­valdi og að hann hafi sagst ekki hafa áttað sig á því að málið væri svona langt komið, en hann myndi skoða þetta bet­ur og hafa síðan sam­band.

Lík­lega síðasta sum­arið til að njóta nátt­úr­unn­ar

„Við heyrðum ekki aft­ur frá hon­um og Fram­sókn kaus með nýju deili­skipu­lagi í morg­un án þess að fara fram á nýtt um­hverf­is­mat,“ skrif­ar Helga.

Hún bend­ir á að Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, odd­viti flokks fólks­ins í Reykja­vík, hafi ít­rekað reynt að fá mál­inu frestað og kallað eft­ir nýju um­hverf­is­mati sem var hafnað.

Þá seg­ir Helga að sam­tök­in muni kæra deili­skipu­lagið en hún tel­ur ólík­legt að kær­an verði tek­in fyr­ir efn­is­lega áður en fram­kvæmd­ir hefjast.

Hún hvet­ur þá fólk til að njóta nátt­úr­unn­ar og út­sýn­is­ins á hæðinni áður en fram­kvæmd­ir við 3. kafla Arn­ar­nes­veg­ar hefjast. Þetta sé lík­lega síðasta sum­arið til þess.

Sums staðar á sam­fé­lags­miðlum hef­ur að und­an­förnu mátt sjá fólk harma áform um lagn­ingu veg­ar­ins.

Aðstæður breyst veru­lega

Íbúar í ná­grenni fyr­ir­hugaðs veg­ar hafa bent á að aðstæður hafi breyst svo mikið á þeim fjöru­tíu árum sem veg­ur­inn hef­ur verið í umræðunni, og frá því um­hverf­isáhrif­in voru met­in að nauðsyn­legt sé að gera nýtt um­hverf­is­mat.

Reykja­vík­ur­borg hef­ur ekki tekið und­ir þessi sjón­ar­mið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert