„Nýja evrópska matvælamerkingin verður að vera byggð á vísindalegum grunni og viðskiptalegir hagsmunir mega ekki ráða för,“ segir í bréfi norrænna ráðherra til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB).
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er á meðal þeirra sem undirrita bréfið.
Í fréttatilkynningu um málið kemur fram að Evrópusambandið vinni nú að því að koma á skyldubundinni merkingu allra matvæla sem ætlað er að leiðbeina neytendum við að velja hollari matvæli.
Norrænu ráðherrarnir virðast, miðað við bréfið, hafa áhyggjur af því að skyldubindin merking á vegum ESB gæti keppt við núverandi innlendar og svæðisbundnar merkingar, t.d. norrænu skráargatsmerkinguna sem hefur verið notuð á Norðurlöndum í 30 ár.
„Nú vonast norrænir ráðherrar sem fara með matvæla- og heilbrigðismál að norræna merkingarkerfið geti verið fyrirmynd hins evrópska.“
, þeirra á meðal Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra,
Þetta segja norrænir ráðherrar sem fara með málefni matvæla í sameiginlegu bréfi til ESB.