Bíl ekið inn í Mosfellsbakarí

Kona kenndi eymsla í fæti eftir að óhapp varð í …
Kona kenndi eymsla í fæti eftir að óhapp varð í dag þegar eldri kona keyrði óvart inn í Mosfellsbakarí. mbl.is/Kristinn

Um klukkan eitt í dag var lögregla kölluð á vettvang í Mosfellsbakarí á Háaleitisbraut vegna bifreiðar sem ekið var inn í bakaríið.

Lögreglumaður á vakt segir í samtali við mbl.is að eldri kona hafi ætlað að leggja í stæði við bakaríið en í stað þess að hemla hafi hún óvart ýtt á bensíngjöfina með þeim afleiðingum að hún keyrði í gegnum stóra rúðu.

Fólk inni í bakaríinu átti fótum sínum fjör að launa, en strax í kjölfarið var ökumanni komið til aðstoðar.

Ökumaður hafi svo bakkað með farþegahurðina opna og við það klemmdist kona á milli hurðarinnar og bifreiðar sinnar og kenndi hún eymsla í fæti.

Ökumanninn sakaði ekki en hún var illa áttuð eftir atvikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert