Einstaklingar eru enn á ný að fá svikapóst þar sem óprúttnir aðilar senda þeim tölvupóst frá íslenskum ráðuneytum í nafni ríkislögreglustjóra, er segir í tilkynningu frá lögreglu.
Skilaboðin sem send hafa verið séu sannarlega ekki frá íslenskum stjórnvöldum.
„Við hvetjum fólk til þess að svara þessum póstum ekki og skoða skilaboð frá stofnunum með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi í skilaboðum sem líta grunsamlega út og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar. Merkja skal skilaboðin sem ruslpóst/spam ásamt öðrum rusl skilaboðum sem kunna að koma í kjölfarið og eru af sama meiði,“ segir í tilkynningunni.