Smitunum fjölgar

Frá sýnatökustað við slökkvistöðina á Akureyri.
Frá sýnatökustað við slökkvistöðina á Akureyri. mbl.is/Margrét Þóra

Æ fleiri hafa und­an­farn­ar vik­ur óskað eft­ir að kom­ast í sýna­tök­ur á Ak­ur­eyri vegna kór­ónu­veirunn­ar. Sýna­tökustaður hef­ur því verið færður til og er nú á plan­inu við Slökkvistöð Ak­ur­eyr­ar við Árstíg 2. Þar hef­ur verið komið fyr­ir gámi með bíla­l­úgu þar sem sýna­tök­ur fara fram­veg­is fram.

„Óskum um að kom­ast í sýna­tök­ur vegna covid hef­ur fjölgað und­an­farið og því þurfti að finna heppi­legri sýna­tökustað,“ seg­ir Þor­gerður Krist­ins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og staðgeng­ill yf­ir­hjúkr­un­ar­fræðings HSN á Ak­ur­eyri. Hún seg­ir að í byrj­un júní hafi að jafnaði verið tek­in um 20 sýni dag­lega, en nú séu þau í kring­um 60 til 70. Það skýrist einkum af aukn­ingu smita og fjölg­un ferðamanna í bæn­um.

Þor­gerður seg­ir vel ganga að bjóða upp á fjórða skammt af bólu­efni vegna kór­ónu­veirunn­ar, en einkum þiggja þá sprautu fólk 80 ára og eldra og þeir sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Þess­ar bólu­setn­ing­ar eru í boði á öll­um heilsu­gæslu­stöðvum HSN á Noður­landi. Tveir bólu­setn­ing­ar­dag­ar eru í þess­um mánuði, 13. júlí og 27 júlí. Þor­gerður seg­ir eft­ir­spurn ráða hvort bætt verði við fleiri dög­um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert